Straumvatnsnámskeið

Næsta sunnudag (25 maí) verður vað- og sullnámskeið í Markarfljótinu. Brottför frá M6 kl. 8:00 Tilgangur námskeiðs er að kynna aðferðir við að komast yfir straumvatn og það í venjulegum göngufatnaði. Farið í grunnatriði, hvernig best er að vaða og bera sig að í jökulvatni með og án línu. Námskeiðið er ætlað öllum og ætti að geta nýst öllum. Nauðsynlegur búnaður er belti, hjálmur og helst vaðprik af einhverju tagi. Þáttakendur verða að hafa föt og skó alveg til skiptana.

Hvað á að gera ef maður flýtur af stað niður eitthvað stórfljótið? Hvað á að gera ef jeppi stoppar út í vatnsmikilli á? Kannski er komin tími til að fræðast aðeins nánar um það.

Nánari upplýsingar Árni Alf. 862-5559.

P.S. Ágætt ef menn skrá sig á korkinn og þar geta menn spurt spurninga.

—————-
Höfundur: Árni Alfreðsson