Skráning í Þjóðhátíðarferðina

Dagana 13.-17. júní næstkomandi býður Tækjahópur ásamt stuðningi frá Undanförum til ferðar á Vatnajökul.

Lagt verður af stað frá M6 um kvöldmatarleitið föstudaginn 13. júní og ekið austur að Smyrlabjörgum þar sem tjöldum verður slegið upp og gist um nóttina. Næsta morgun, laugardag verður haldið á Skálafellsjökul. Þaðan ekið norður fyrir Esjufjöll og síðan suður að Þumli þar sem verður sett upp tjaldbúð. Síðan er hugmyndin að gera þaðan út í ferðir þar til þriðjudaginn 17. júní þegar haldið verður heim á leið. Nánari dagskrá verður ákveðin þegar nær dregur, en það fer allt eftir veðri og vilja þátttakenda. Þetta svæði býður upp á ýmislegt skemmtilegt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna má skíða niður brekkur, þramma á gönguskíðum, klífa tinda, þeysa um jökulinn á jeppum og vélsleðum.

Farið verður á jeppum sveitarinnar og Bola. Félagar sem eiga jeppa eða önnur tæki sem eru jöklafær er velkomið að koma á þeim.

Fararstjórn tekur það skýrt fram að þetta er alls ekki bara jeppa eða tækjaferð, svo þeir sem vilja frekar nota eigið afl til að koma sér áfram þurfa ekkert að óttast. Þetta verður án efa góð ferð, hvað er annars betra en að vera á jökli þegar dagurinn er sem lengstur?

Skráning er hafinn á Korknum á www.hssr.is eða með því að tala við undirritaðan, sem getur einnig svarað spurningum um ferðina.

Kv
Baldur Skáti
skatinn@skatinn.net
862 4847

—————-
Texti m. mynd: úr vorferð 2006
Höfundur: Baldur Gunnarsson