Úthlutað var úr styrktarsjóði Isavia á formannafundi Landsbjargar sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík sl. laugardag. Helsta markmið sjóðsins er að styrkja viðbragð björgunarsveita í hópslysum og er sérstök áhersla lögð á sveitir sem gegna hlutverki við flugslysaviðbúnað á áætlunarflugvöllum landsins. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia sagði hann að með stofnun styrktarsjóðs Isavia vildi félagið leggja sitt af mörkum til þess að styðja frábært starf björgunarsveitanna sem lékju afar mikilvægt hlutverk í öllum hópslysaviðbúnaði í landinu.
HSSR fékk styrk að upphæð 350 þúsund og á stjórnarfundi var ákveðið að HSSR legði 150 þúsund til viðbótar við upphæðina. Þannig verður upphæðin sem varið verður til kaupa á búnaði sem nýtist í hópslysum 500 þúsund og verður stýring á ráðstöfun í höndum sjúkrahóps.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson