Námskeið í rötun og ferðamennsku lukkaðist vel

Í gærkvöldi, 15. maí, var haldið rúmlega tveggja tíma námskeið í rötun og ferðamennsku í bækistöðvum HSSR á Malarhöfða. Nálægt 60 manns sóttu námskeiðið sem haldið var í tilefni af 80 ára afmæli HSSR. Yfirferð leiðbeinenda var hröð og markviss og virtust þátttakendur sáttir þegar upp var staðið.

Aðstandendur námskeiðsins vilja þakka öllum fyrir komuna með frómum óskum um gott og farsælt ferðasumar!

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson