Styrkur frá Slysavarnadeild kvenna

Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík samþykkti nýverið að veita HSSR styrk til að útbúa kerru undir tjald sveitarinnar með tilheyrandi búnaði. Fríður Birna Stefánsdóttir formaður slysavarnadeildarinnar afhenti gjaldkera HSSR styrkinn á félagsfundi deildarinnar sem að þessu sinni var haldinn í Þórnýjarbúð, bækistöð björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi.

Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík:

– vinnur að því að efla slysavarnir
– vinnur að því að styðja björgunarsveitir
– er deild innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar
– er til húsa að Grandagarði 1, 101 Reykjavík
– er stofnuð 28. apríl 1930
– heldur fundi annan fimmtudag hvers mánaðar frá september – apríl
– stendur fyrir kaffisölu á sjómannadaginn ár hvert
– heldur kökubasara tvisvar á ári
– finnur reglulega upp á nýjum fjáröflunum
– fer í skemmtiferðir árlega innanlands og/eða utanlands
– deilir húsnæði með Björgunarsveitinni Ársæli
– vinnur að því að stækka húsnæðið að Grandagarði um tæpan helming

Stjórn HSSR færir slysavarnadeildinni sínar bestu kveðjur með kærri þökk fyrir rausnarlegan stuðning, en alls ákváðu konurnar að verja kr. 500.000 til verkefnisins.

—————-
Texti m. mynd: Formaður svd. kv. í Rvk. afhendir styrkinn
Höfundur: Örn Guðmundsson