HSSR fær 30 ullarteppi að gjöf.

Fulltrúi SHS og gamall HSSR félagi kom í dag færandi hendi með 30 innpökkuð og ónotuð ullarteppi sem hann færði HSSR að gjöf. Teppin koma úr gömlum neyðarbirgðum SHS sem nú hafa verið endurnýjaðar.

Við kunnum félögum okkar hjá SHS bestu þakkir fyrir "varmar kveðjur".

—————-
Texti m. mynd: Sigurður Jónsson með teppasýnishorn
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson