Þann 24. september næstkomandi verður haldinn sveitarfundur HSSR á Malarhöfða 6.
Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru allir félagar hvattir til að mæta. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá nýliða sem voru að hefja starf að fá innsýn í starf HSSR
Á fundinum verður meðal annars kynnt skýrsla stjórnar, farið yfir hópaskipulag, breytingar í nýliðaþjálfun, dagskrá sveitarinnar og viðburðir á næstunni, farið yfir styrki til námskeiða, áætlun útkallshópa næsta veturs og loks verður kynning frá félaga í sveitinni.
Stjórn hvetur alla félaga að fjölmenna!