Framboð fyrir aðalfund HSSR

Uppstillingarnefnd HSSR óskar hér með eftir tilnefningum til stjórnar HSSR. Tekið er við ábendingum frá öllum félögum en bent er á að aðeins fullgildir félagar geta boðið sig fram til stjórnarsetu.

Við minnum á að hlutverk uppstillingarnefndar er að sjá til þess að á aðalfundi séu komin framboð í öll laus sæti í stjórn og öðrum embættum sem kjósa skal í. Jafnframt minnum við á að hægt er að tilkynna um framboð, allt fram að kosningu á aðalfundi sem fer fram í nóvember.

Tölvupóstfang uppstillingarnefndar er uppstilling@hssr.is og þar er tekið við öllum tillögum að framboðum og öðrum hugrenningum ágætra félaga HSSR.

Bestu kveðjur frá uppstillingarnefnd HSSR,
Hálfdán, Helga og Helgi.