Sveitarfundur 25. september

Þann 25. september næstkomandi verður haldinn sveitarfundur HSSR í salnum á Malarhöfða 6. Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru allir félagar hvattir til að mæta. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá nýliða sem voru að hefja starf að fá innsýn í starf HSSR Dagkrá fundarins: Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritaraStjórnin leggur fram skýrslu um starfsemi sveitarinnar frá síðasta sveitarfundi Dagskrá vetrarinsKynning á tillögum laganefndar og stjórnar um lög HSSR sem tekin verða fyrir á aðalfundi. Stærð rekstrarsjóðs HSSRTækjamál sveitarinnar og stefna næstu áraErindi frá ýmsumUppstillingarnefndAfmælisnefndinSkemmtinefnd um árshátíðKynning á svörun í útköllum og innskráningu í húsStutt kynning á flugslysaæfingu á ReykjarvíkurflugvelliStutt kynning á sjúkrabúnaðiKynning á æfingu í Grænlandi Stjórn hvetur alla félaga að fjölmenna!

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson