Námskeið í grunnatriðum fjallabjörgunar

Nú um helgina var haldið námskeið á vegum björgunarskólans í grunnatriðum fjallabjörgunar.

Nokkrir félagar úr fjallahópi sátu námskeiðið sem stóð frá föstudegi fram á sunnudag. Farið í öryggi í fjallabjörgun, uppsetningu björgunarkerfa, Panorama Pick up björgunarkerfi án þess að nota börur og svo loks brattbrekkubjörgun.

Frá fjallahópi voru: Ragnar, Hilmar Már, Rún, Tomasz, Sigþóra, Ivar Blöndahl og Tinni.

—————-
Texti m. mynd: Allir með athyglina í lagi.
Höfundur: Ragnar K. Antoniussen

Námskeið í grunnatriðum fjallabjörgunar

Nú um helgina var haldið námskeið í grunnatriðum fjallabjörgunar fyrir nýjar undanrennur. Námskeiðið er mjög mikilvægur hluti af þeirri þjálfun sem undanrennur þurfa að afla sér til að geta starfað með undanförum. Námskeiðið stóð frá föstudegi fram á sunnudag og var farið í öryggi í fjallabjörgun, uppsetningu björgunarkerfa, Panorama Pick-Off, björgunarkerfi án þess að nota börur og svo loks brattbrekkubjörgun. Námskeiðið tókst vel og stóðu undanrennur, þeir Eiríkur L, Kári Loga, Ottó Ingi og Ragnar A sig með stakri prýði.

—————-
Texti m. mynd: Ragnar gerir sig líklegan til að síga niður.
Höfundur: Helgi Tómas Hall