Rýnifundur um hálendisvaktina

Þriðjudaginn 9. október verður haldinn rýnifundur þar sem farið verður yfir hálendisvaktina. Allir þeir sjálfboðaliðar sem stóðu vaktina í sumar eru velkomnir á fundinn og eins þeir sem hafa verið fyrri sumur. Markmiðið er að horfa í þá hluti sem vel eru gerðir og það sem betur má fara. Á fundinum verða kynntar helstu tölfræðiniðurstöður sumarsins.Fundurinn hefst kl. 20:00 í Skógarhlíð en einnig verður honum fjarfundað. Þannig geta hópar komið saman í húsnæði sveitar og tekið þátt í fundinum. Þeir sem það vilja þurfa að senda póst á jonas@landsbjorg.is. Fundarboð með hlekk á fundinn verður þá sent til baka.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson