Hjálparsveitarfótboltinn

Nú er að hefjast nýtt leikár hjálparsveitarfótboltans víðfræga. Í vetur verður spilað á þriðjudögum kl. 22.00 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda og byrjar hann næstkomandi þriðjudag. Hvet alla til að kíkja og prófa en bendi á að félagar greiða hóflegt gjald á móts við hjálparsveitina.

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Hjálparsveitarfótboltinn

Hjálparsveitarboltinn byrjar loksins næsta miðvikudag. Spilað verður á gervigrasi frá 22.00-23.00 í Fífunni í Kópavogi. Allir eru velkomnir, nýliðar sem fullgildir, ungir sem aldnir, konur sem karlar. Athugið að þar sem þetta er seinasti tími kvöldsins þá er búningsklefi ekki í boði heldur verða menn að mæta tilbúnir. Hjálparsveitin niðurgreiðir boltann líkt og Ketilbjölluleikfimina en mönnum er velkomið að mæta og athuga hvort þeir finni sig með okkur áður en þeir ákveða hvort þeir ætli að vera með í vetur.

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Hjálparsveitarfótboltinn

Hjálparsveitarboltinn er byrjaður á fullu eftir jólafrí. Eins og áður þá er hann á miðvikudagskvöldum klukkan 22.00 í Vodafone höll Valsmanna. Allir eru velkomnir, karlar og konur, nýliðar og fullgildir.

—————-
Texti m. mynd: Svipmynd úr HSSR boltanum
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Hjálparsveitarfótboltinn

Seinasti fótbolti ársins verður miðvikudaginn 22 desember klukkan 22 í Valsheimilinu. Svo tökum við okkur frí milli jóla og nýárs en mætum í geggjuðu stuði miðvikudaginn 5 janúar og hlaupum af okkur jólamatinn!!!

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Hjálparsveitarfótboltinn

Hjálparsveitarfótboltinn er að hefjast aftur og mun hann verða á miðvikudögum klukkan 22.00 í vetur. Fyrsti tíminn er miðvikudaginn 1. sept. Spilað verður á tvo parketlagða sali í Vodafonehöll Vals að Hlíðarenda. Í fyrra var gríðarleg stemming og góð mæting og við ætlum að sjálfsögðu að halda stemmingunni áfram í vetur. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir, kvenmenn og karlmenn, nýliðar og fullgildir.

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Hjálparsveitarfótboltinn

Mætum öll hress í seinasta fótbolta ársins sem verður miðvikudaginn 16 desember klukkan 22 í Vodafone höllinni!

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson