Fundur hjá Þriðju bylgjunni á mánudag kl 20:00

Mánudaginn 10 október kl 20:00 verður stofnfundur nýs útkallshóps sem ber vinnuheitið þriðja bylgjan.

Fundurinn er opinn öllum félögum HSSR og þó einkum hugsaður fyrir þá sem eru ýmist ekki starfandi eða mjög lítið starfandi en gætu vilja koma aftur í starfið á sínum forsendum. Þetta eru bæði „gamlir“ ´félagar og ekki svo gamlir félagar sem hafa minnkað eða dottið út úr starfinu. Ef þú veist um einhvern sem gæti haft áhuga væri gott að láta viðkomandi vita af fundinum.

Það hefur lengi verið erfitt að sjá eldri en öfluga félaga falla á gleymsku og dá og frétta svo síðar að enn er brennandi áhugi til staðar. Oft er tími lítill, fjölskylda, vinna og önnur áhugamál tímafrek en HSSR gleymist ekki svo glatt enda stór hluti af lífi margra um árabil. Þegar þetta gerist eiga margir erfitt með að láta áhugann í ljós og hugsa gjarnan:

Skyldi nokkur þekkja mig. Er ég ekki orðin of gamall. ( þið eru varla eldri en þeir sem rita undir þetta ) Það sem ég kunni er rykfallið og úrelt Og síðast en ekki síst hvernig get ég byrjað aftur.Því hefur verið ákveðið að sameina útkall 2 og 3 í nýjum útkallshóps með eftirfarandi eiginleika.

Útkallshópurinn heitir 3ja bylgjan (vinnuheiti Ekki er gerð krafa um mætingu hvorki í útköll eða önnur verkefni á vegum sveitarinnar Eru á útkallslista og fá SMS í þriðju umferð útkalls. Svara þarf útkalli með SMS með upplýsingum um hvort og þá hvenær þeir muni mæta. Félagar á listanum geta verið starfandi í öðrum einingum innan sveitarinnar óháð útkallshóp og eru hvattir til þess áfram. Boðið verður upp á upprifjun í t.d. fyrstu hjálp, leitartækni og fjarskiptum. (mæting ekki skilyrði ) Miðað við að hittast öðru hvoru yfir veturinn og rifja upp og/eða bara til að spjalla og taka stöðuna. Á fundinum munum við fara yfir þetta og heyra í ykkur hvernig við ættum að hafa þetta. Ef þið komist ekki á fundinn en viljið samt fylgjast með er bara að segja það. Eftir spjallið skoðum við nokkrar myndir. Reiknum með ca. klukkutíma spjalli.

Nánari upplýsingar:

Andrjes Guðmundsson andrjes@gemlir.net GSM 848 8404

Arngrímur Blöndahl arngrimur@stadlar.is GSM 8602797

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson