Þverun straumvatna sunnudaginn 5. september

Sunnudaginn 5. september verður námskeiðið þverun straumvatna kennt undir tryggri handleiðslu Árna Alf og Gumma straums. Þetta er skyldunámskeið fyrir nýliða2 og nauðsynlegt fyrir alla félaga sem hafa ekki reynt sig í Markarfljóti áður. Flestum reynist vel að vaða og synda í ullarnærfötum og stakk og buxum utan yfir til þess að verjast mesta straumnum. Einnig er mikilvægt að vera í góðum skóm (ekki mælt með tefum!), með hjálm, klifurbelti, góða vettlinga og staf (göngustaf, kústskaft eða smalastaf). Að sjálfsögðu hafa allir með sér þurr föt frá toppi til táar, heitt á brúsa og nesti. Mæting klukkan 07.00 á M6 STUNDVÍSLEGA. Best að skilja vatnshræðluna eftir heima. Skráning er hafin á Korkinum og lýkur miðvikudagskvöldið 1. september.

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir