At expedition six

Arctic Trucks er nú að ljúka smíði á AT Expedition SIX, sexhjóla bíl sem byggður er á Toyota Hilux. Bíllinn er smíðaður fyrir verkefni á suðurskautslandinu og verður til sýnis í verslun Arctic Trucks að Kletthálsi 3, mánudaginn 10. október.

Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru sérstaklega boðnir velkomnir milli klukkan 17:00 – 19:00. Klukkan 17:30 munu Gísli Jónsson frá Arctic Trucks og Tony Martin, frá Extreme World Races, halda stutta kynningu á metnaðarfullum leiðöngrum sem framundan eru á þessu ári.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson