Neyðakall

Sala á Neyðarkalli fer fram dagana 3. til 6. nóvember 2011 og í ár verður Neyðarkallinn kona, með bakpoka og skíði Í næstu viku verður hafist handa við að skipuleggja söluna og þá verður haft samband við þig. Eins og venjulega geta félaga selt á sínum vinnustað og síðan verður sala við verslunarmiðstöðvar og fjölfarna staði.

Stjórn HSSR hvetur alla félaga til að gefa sölunni tíma, starfið er með allra besta móti og mikilvægt að við getum haldið því þannig áfram. Vægi þessarar fjáröflunar hefur sífellt aukist fyrir HSSR.

Sjáumst í sölunni – stjórn HSSR

—————-
Texti m. mynd: 2010 kallinn
Höfundur: Haukur Harðarson