Tvö námskeið á Úlfljótsvatni

Tvö stór námskeið voru haldin um helgina að Úlfljótsvatni. Þar voru annars vegar 30 nýliðar 1 á sínu fyrsta námskeiði að læra rötun og svo hins vegar um 20 nýliðar 2 að læra leitartækni. Með leiðbeinendum, aðstoðarfólki og framúrskarandi kokkaliði sveitarinnar voru þetta alls um 70 manns. Vel heppnuð námskeið sem voru keyrð áfram að mestu leyti af sama fólki og hafði staðið vaktina fyrir norðan dagana á undan eftir óveðurshvellinn þar!

—————-
Texti m. mynd: Áttavitastefnur teknar af korti á rötarnámskeiðinu
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson