Flugeldar-Jólalest og Wipeout.

Flugeldaundirbúningur hefur gengið með eindæmum vel í ár og er nú að mestu lokið.
Á fimmtudagskvöld verður hér vinnukvöld en annars er undirbúningsdagskrá tæmd fram til 27. des.

Frekar en að gera ekkert á föstudagskvöld er þó rétt að mæta hingað á M6 og horfa saman á Wipeout keppnina.
Fjörið hefst kl. 20.00

Síðastliðin laugardag fylgi 40 manna hópur frá HSSR jólalest Coca cola niður Laugaveg og er myndin tekin við stjórnarráðið eftir "lestarganginn".

—————-
Texti m. mynd: HSSR fyrir utan stjórnarráðið.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson