Skila vinnuseðlum vegna flugeldasölu

Um helgina verður hafist handa við að vinna úr innsendum vinnuseðlum félaga. Búið er að senda út vinnuseðla og félagar eru beðnir um senda þá inn í síðasta lagi á föstudag. Það léttir okkur sem sjáum um skipulagningu verulega vinnuna. Mikilvægt er að þau sem ekki geta verið í vinnu milli jóla og nýárs að skila líka inn seðlum.

Á vinnuseðlinum kemur fram hvaða verslunarstjórar eru á hverjum stað auk þess sem boðið er upp á næturvaktir. Munið að fylla út ef þið hafið óskasölustað. Við reynum að verða við því.

Haukur – Laufey – Óli

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson