Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2019 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.
Þegar er vitað að undir liðnum Önnur mál muni samráðshópur tækjahópar kynna nýjar þreifingar í húsnæðismálum sveitarinnar.
Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn.