Tækjamót Landsbjargar

Nokkrir meðlimir tækjahóps HSSR skellu sér á tækjamót Landsbjargar sem hjálparsveitin Dalbjörg sá um að halda i Nýjadal á Sprengisandi. Farið var á föstudagskvöldið og ekið eftir Kvíslaveitivegi að Þjórsárlóni og þaðan Stytting að skálunum í Nýjadal. Samferða okkur upp eftir voru starfsmenn Landsbjargar og Hafnfirðingar.
Á laugardagsmorgun eftir morgunmat var ekið í halarófu í átt að steini nokkrum sem á að varða miðju Íslands. Þaðan lá síðan leiðin að laugini við Laugafell og til baka í Nýjadal. Í Nýjadal beið okkar grill að hætti norðlendinga þar sem boðið var upp á heilgrilluð afturdrif af lömbum, með jarðeplasalti og fleira góðgæti. Í nýjadal hittum við síðan nokkra úr vélsleðahóp HSSR sem við höfðum tekið með okkur nokkra lítra af bensíni og smurolíu fyrir. Eftir matin var legið á meltuni um stund og skipst á sögum og síðan tekin sú ákvörðun að rúlla í bæin til að ná einum góðum sólardegi í höfuðstaðnum. Gekk ferðin á tæjamótið vel fyrir sig á allan hátt og engar bilanir litu dagsins ljós.
En auðvitað bilaði einhvað hjá “hinum”
Myndir úr ferðini koma síðan á myndasíðuna síðar í dag…………

—————-
Texti m. mynd: Stákarnir á miðjuni með Reyk 2 í bagrunn
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson