Þakklætisvottur frá HSG.

Stundum hefur verið sagt í gríni að aðalstarfi björgunarsveita sé að aðstoða aðrar björgunarsveitir. Þetta kemur fyrir og gerðist td. Um síðastliðna páska þegar hópur fólks úr HSG þurfti að snúa frá Eyjafjallajökli niður á Fimmvörðuháls vegna veðurs. Í stuttu máli sagt þá endaði “súper Landcrúser” HSG á hvolfi ofan í gilkjafti eftir að hafa farið fram af um 5 metra háum bakka. Ekki urðu þó slys á fólki sem betur fer.
Daginn eftir fór sameiginlegur hópur frá HSSR og HSG með snjóbílinn Bola, Reyk 2 og vörubíla HSSR og björgunarfélags Árborgar austur í björgunarleiðangur. Leiðangurinn tókst í alla staði vel, ekki urðu frekari skemmdir á “súper crúser” og eru bæði bíll og fólk í fullu fjöri í dag.

Á aðalfund HSSR í gærkvöldi mættu fulltrúar HSG og færðu okkur ofurlítinn þakklætisvott fyrir aðstoð við björgunina. Forláta sjónauka “Steiner Skipper 7 x 50”.

Það er alveg ljóst að besta bakland sem björgunarsveit á er önnur björgunarsveit.

Kærar þakkir Garðbæingar.

—————-
Texti m. mynd: Helga reynir sjónaukann.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson