Síðastliðin laugardag fóru sjö manns úr undanfarahóp og skoðuðu Þríhnjúkagíg. Þríhnjúkgagígur er hraunhellir og talinn vera stærsta hraunhvelfing í heimi. Síga þarf um 120 m niður og er síðan hægt að klöngrast um 80 m lengra niður á botn. Talsverðan tíma tók að koma öllum niður og upp og var síðasti maður kominn uppúr hellinum kl. 21. Menn voru heillaðir af því sem fyrir augum bar og hægt að sjá myndir sem Robbi tók.
—————-
Vefslóð: picasaweb.google.com/roberthalldorsson/RHnjKahellir
Texti m. mynd: Sigið niður í hellinn
Höfundur: Björk Hauksdóttir