Fimmtudagskvöldið 3.mai tóku félagar í fjallahóp og búðahóp þátt í æfingu með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Gekk æfingin mjög vel og lærðu félagar heilmikið um hvernig það er að umgangast þyrlu í raunveruleikanum.
Fjallahópur bjó sjúklinga til flutnings í þyrlunni og var þeim síðan flogið frá Hafravatni upp á Úlfarsfell þar sem tjaldi sveitarinnar ( sem hafði verið selflutt upp á Úlfarsfell ásamt mannskap ) var tjaldað á mettíma eða 6 mínútum.
Ekki spillti fyrir að rjómablíða var allan tímann sem gerði þessa upplifun bara skemmtilegri.
—————-
Höfundur: Sigríður Gyða Halldórsdóttir