Tugþraut undanfara

Í gær var haldin hin árlega (ja, héðan í frá alla vega) tugþraut undanfara.
Var baráttan gríðarleg eins og sést á myndunum á slóðinni hér að neðan.

Keppt var í hinum ýmsu dulafullu greinum og voru úrslit sem hér segir:
4-5km hlaup: Steppó 10stig, Hálfdán 7stig
Telemark ganga: Steppó 10stig, Hálfdán 7stig
Suicide: Steppó 10stig, Hálfdán 7stig
Kamarseta: Steppó 10stig, Siggi Tommi 7stig, Hálfdán 5stig
Upphífingar: Siggi 10stig, Hálfdán 7stig, Steppó 5stig
Armbeygjur: Hálfdán 10stig, Siggi 7stig, Steppó 5 stig
Ísaxarhang: Siggi 10stig, Steppó 7stig, Hálfdán 5stig
Krossfesting: Steppó 10stig, Siggi Tommi 7stig, Hálfdán 5stig
Blindraklifur: Robbi 10stig, Siggi Tommi 7stig, Hálfdán 5stig, Steppó 3stig
Hafmeyjuklifur: Robbi 10stig, Siggi Tommi 7stig, Steppó 5stig, Hálfdán 3 stig

Heildarkeppni
Steppó: 71 stig
Hálfdán: 62 stig
Siggi: 55 stig (sleppti 3 greinum)
Robbi: 20 stig (sleppti 8 greinum)
Brynja: 10 stig (fyrir að mæta í gufu og á fundinn á eftir…)

Mætingin hefði mátt vera betur en fyrst búðingarnir þora ekki í okkur ofurhetjurnar, þá verða þeir bara að halda sig heima. Vonandi sjáum við fleiri í næstu keppni.

Minni á klifurkvöld á fimmtudaginn milli 18 og 20 og á þrekpróf fyrir Fjallamennsku 2, sem verður haldið miðvikudaginn 1. feb að öllum líkindum.

—————-
Vefslóð: hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=156
Texti m. mynd: Steppó stelur sigrinum af Hálfdáni í Telemarkgöngu
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson