Tvö óveðursútköll í dag.

Vorum rétt í þessu að koma í hús eftir snúið verkefni í Bláfjöllum. Við ásamt Björgunarsveit Hafnarfjarðar fengum það verkefni að hindra frekara tjón á þaki og veggjum á 1200 fm húsi með 8 m lofthæð sem hefur verið reist tímabundið í Bláfjöllum. Sem betur fer var aðgengi að verkefninu innanfrá, þar sem vindhviður slógu upp í 30 ms.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson