Útköll í Sumar

Sumarið í sumar hefur verið Hjálparsveit Skáta Reykjavík að mörgu leiti frábrugðið því sem við eigum að venjast á þeim árstíma, þar sem útköll hafa sjaldan verið fleiri en nú.

Leitir og björgun einstaklinga sem hafa týnst eða slasast hafa verið vel á annan tug en sem betur fer hafa leitirnar í langflestum tilvikum leitt til þess að viðkomandi hafa í fundist heilir á húfi.

Útkall vegna flugatvika hafa einnig verið nokkur í sumar.

Því miður kom það fyrir í einu tilviki í sumar að leit leiddi ekki til farsællar björgunar, það tekur á sálina þegar slíkt hendir, en við erum samheldinn hópur sem hjálpum einnig hvert öðru í gegnum erfiðleika sem koma upp.

Fyrir hönd útkallshóps

Helgi Reynisson

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson