Þrír undanfarar – Steppo, Hálfdán og Helgi, gerðu sér glaðan dag síðustu helgi og skelltu sér á Hrúftjallstinda. Með í för var kollegi okkar hann Sissi úr Ársæli. Gegnið var upp Svínafellsjökul föstudagsnóttina og bívaggað undir fjallrótum Hrúfjallsins. Eftir tveggja tíma svebnh risu piltarnir útsofnir á fætur og hófu klifrið. Réttrúmlega 8 tímum frá brottför stóðu allir uppi á toppi í blíðskaparveðri. Sex tímum síðar vorum við komnir niður í bíl eftir langa og stranga niðurleið. Þá tók við akstur vestur í Landbrot þar sem Hálfdán lumaði á þessum líka fínum bústað með prýðilegu útsýni yfir Öræfin. Þar sofnuðu piltar svefni hina réttlátu án þess að hafa orku til að búa sér til kvöldmat. Kvöldmatinn fengum við svo í morgunmat.
Ljómandi skemmtileg helgi.
Myndir að finna á fjallamyndagalleríi Íslands – gallery.askur.org:
Steppo: http://gallery.askur.org/album521
Sissi: http://gallery.askur.org/sissi_hrutsfjall06
—————-
Vefslóð: gallery.askur.org
Texti m. mynd: Steppo, Hálfdán og Helgi á Hrútfjallstindum
Höfundur: Stefán Örn Kristjánsson