Sunnudaginn 12. maí héldu nokkrir vaskir meðlimir HSSR upp undir Búahamra til undirbúnings fyrir söfnunarþátt sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við RÚV. Gert er ráð fyrir blandaðri dagskrá; innslög eru t.d. viðtöl við fólk úr sveitum og deildum, skjólstæðinga og aðstandendur, klippur úr starfi félagsins, tónlist, grín og glens.
Lagði sveitin fram búðatjaldið og mannskap í það auk fjallabjörgunarhóps til töku á forunnu efni. Tjaldið var sett upp undir hömrunum við stjórnstöðvarbílinn Björninn en fjallabjörgun sett upp í klettunum.