Uppstilling til stjórnar HSSR haustið 2010

Uppstillinganefnd kynnti uppstillingu til stjórnar HSSR haustið 2010 á sveitarfundi 28.september.
Eftirfarandi gefa kost á sér til stjórnarsetu næsta tímabil.

Haukur Harðarson gefur kost á sér til sveitarforingja en kosið er til eins árs í senn.

Kosið er um almenna stjórnarmenn til tveggja ára í senn.

Örn Guðmundsson situr í stjórn og á eftir eitt ár.

Anna Dagmar Arnardóttir gefur kost á sér í stjórn HSSR til tveggja ára.
Helga Björk Pálsdóttir gefur kost á sér í stjórn HSSR til tveggja ára.
Hilmar Már Aðalsteinsson gefur kost á sér í stjórn HSSR til tveggja ára.

Tveir stjórnarmeðlimir sem áttu eftir eitt ár af stjórnarsetu hætta nú og losnar því um tvö sæti í stjórn til eins árs.

Björk Hauksdóttir gefur kost á sér í stjórn HSSR til eins árs.
Frímann Ingvarsson gefur kost á sér í stjórn HSSR til eins árs.

Félögum er bent á að öllum er frjálst að bjóða sig fram til stjórnar HSSR og munu kosningar fara fram á aðalfundi sveitarinnar 2.nóvember.

Uppstillinganefnd,
Brynja, Hálfdán og Einar

—————-
Höfundur: Brynja Björk Magnúsdóttir