Sveitin var boðuð út til leitar að týndum einstaklingi á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir hádegi í dag, föstudaginn 12. apríl. Aðgerðin hefur verið umfangsmikil og voru allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu boðaðar auk sveita frá svæðum 2 og 4. Yfir 50 félagar í HSSR hafa tekið þátt í leitinni í dag. Leit verður haldið áfram á morgun, laugardag og hafa yfir 20 félagar boðað komu sína. Tjald sveitarinnar var einnig verið notað í aðgerðinni í dag og verður sett upp á morgun.