Vatnshreinsibúnaður HSSR

Kristjón Þorkellsson hélt fyrirlestur um vatnshreinsiverkefnið á Haiti. Hann var ábyrgur fyrir skipulagningu vatnshreinsimála á meðan á neyðaraðgerðum stóð. Endalaust verkefni sem sér ekki fyrir endann á. Aðeins mánuði eftir að hann yfirgaf Haiti blossaði upp kólera.
Eftir fyrirlesturinn ræddum við um búnað HSSR og hvernig hann kæmi best að notum. Eftir umræður var niðurstaðan að koma búnaðnum í nothæft ástand til að sinna vatnshreinsun fyrir búðir Ía þannig að vatnið mætti nota til drykkjar.

Nokkrar myndir

—————-
Höfundur: Gunnar Sigmundsson