Boli til aðstoðar

Sunnudaginn 6.mars klukkan 19.30 var óskað eftir því að snjóbílar frá HSSR og Ásæl yrðu sendir austur til að aðstoða skíðagöngufólk sem voru í vandræðum við hábungu Snæbreiðar undir Hvannadalshnjúk. Snjóbílarnir Boli og Ísak ásamt áhöfnum voru sendir af stað. Ekki reyndist þörf fyrir að senda bílana upp en beðið var á Breiðamerkursandi eftir því að björgunarsveitir að austan kæmi niður. Um 9 leitið í morgun var verið að leggja af stað til Reykjavíkur. 12 félagar HSSR tóku þátt í aðgerðinni

Það er búið að vera mikið að gera um helgina, auk tveggja útkalla var fjallamennskunámskeið II hjá nýliðum og sleðanhópur var að ferðast. Mikið af "dóti" er í þurkun og bíður frágangs. Einnig hafa tæki HSSR fengið sinn skerf af bleytu og skít. Í kvöld er gott kvöld til frágangs og þrifa.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson