Páskaferðir HSSR 2011

Páskarnir 2011 verða einkar viðburðarríkir hjá sveitinni og stefnir í hvorki meira né minna en 3 páskaferðir.

Fjallahópur mun standa fyrir Alvöru Fjallaferð á Þverártindsegg
Þverártindsegg, 1.554 mtr, er 3 til 4 km langur hryggur þar sem hæsti tindurinn rís beint upp af botni Eggjardals sem er hliðardalur innarlega í stórbrotnu umhverfi Kálfafellsdals. Tindurinn er háreistur, brattur og mikilfenglegur. Óhætt er að fullyrða að leiðin á þetta glæsilega fjall sé ein af fallegri fjallaleiðum á Íslandi. Gangan er brött og frekar krefjandi og gera má ráð fyrir um 12-14 klstfjallaferð. Gist verður í tjöldum yst í Kálfafellsdal. Ferðin verður farin á tímabilinu 21. til 25. apríl. Látum það aðeins stjórnast eftir veðri. Forrkröfur í ferðina eru þær að þátttakendur hafi lokið námskeiðunum „Snjóflóðanámskeið“ og „Fjallamennska 2“. Tækjahópur mun svo fara með patrol flota hjálparsveitarinnar í æfingaferð austur á vatnajökul.
Að morgni þess 21. apríl mun tækjahópur halda af stað á Reyk 2 og 3 í æfingaferð um Vatnajökulog nágreni hans. Fyrsta dag verður ekið í Jökulheima, upp Tungnárjökul og upp á Grímsfjall þar sem jafnvel er gert ráð fyrir einnar nætur stoppi. Þaðan verður haldið næsta dag, niður Dyngjujökul, með stefnu á Sigurðarskála í Kverkfjöllum þar sem áð verður í tvær nætur og æfingar stundaðarí nágreninu. Varaplan er að fara niður Brúarjökul, ef Jökulsá á Fjöllum er talin ófær. Heimferð hefst þann 24. á sjálfan Páskadag. Þá er ætlunin að fara í Nýjadal um Gæsavötn ef aðstæður leyfa ella verður farið til baka um jökul. Gera má ráð fyrir að tækjameðlimir muni fullskipa þessa ferð en ef eitthver sæti verða laus, verður það auglýst nánar síðar. Að lokum munu Boli og Sleðahópur hssr fara í Páskavakt Landsbjargar á fjallabaki.
Þessi ferð verður nánar auglýst síðar, en óhætt er að gera ráð fyrir því að vilji menn taka sig saman og skella sér á fjallabak til skíðunar, göngu eða hvað það er nú sem menn langar að gera, verði hægt að fá far með bola upp í landmannalaugar.

Skráning í Páskaferðirnar verður opnuð og auglýst fljótlega.

—————-
Texti m. mynd: Nestispása Páskana 2010.
Höfundur: Frímann Ingvarsson