Fyrir stuttu var útkall á Vífilsfell. Í fyrstu var talið að það þyrfti að aðstoða einstakling úr sjálfheldu en hann reyndist ekki á þeim stað þar sem hann taldi sig vera. Því snérist útkallið upp í leit og nutum við aðstoðar þyrlu við hana. Fljótlega eftir að þyrlan kom á svæðið tilkynnti hún um að hún hafi fundið konuna. Þegar að sigmaður var að fara að síga úr þyrluni kom í ljós að þeir höfðu „fundið“ björgunarsveitarmann sem var klæddur í svartan galla og ómerktur. Ljóst er að þarna var um að ræða einstakling frá HSSR og vill stjórn sveitarinnar brýna það fyrir félögum að nota einkennisfatnað SL eða vesti ef hann er ekki fyrir hendi.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson