víkingur í austurvegi

Tveir HSSR-liðar lögðust í víking í síðasta mánuði og herjuðu á frændur vora í Noregi. Tímanum var að stærstum hluta varið á Svalbarða þar sem numin voru ýmis fræði tengd jöklum og veðri og toppatúrar stundaðir grimmt. Að auki voru viðbrögð við kali æfð, en hitastigið varð lægst nærri -50°C. Bangsímon lét ekki sjá sig en hreindýr og tófur þeim mun oftar. Glaðst og grátið var yfir sigrum og hrakförum Jesús Jósepssonar með páskaskíðun í Suður-Noregi, jafnt innan brautar sem utan. Nokkrar myndir á heimasíðunni.

Hrafnhildur og Hálfdán

—————-
Texti m. mynd: á toppi Nordenskiöld einn góðviðrisdag
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir