Vor hjá HSSR

Þriðjudaginn 25 mars voru teknir 15 nýir félagar inn í HSSR. Þetta nýbakaða björgunarfólk framtíðarinnar hóf allt nýliðaþjálfun hjá HSSR haustið 2006. Svo engu sé ofgert má segja að þetta sé langfjölhæfasti og öflugasti nýliðahópur sem HSSR hefur tekið inn í mörg ár, ef nokkurntíman.

Við eldra fólkið í HSSR viljum óska bæði þeim og ekki síður okkur sjálfum til hamingju með þennan öfluga liðsauka í hóp Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

—————-
Texti m. mynd: Á myndina vantar Ásdísi Magnúsdóttur.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson