HSSR hefur verið beðin um að senda jeppa frá sveitinni á fund Vest-norden hópsins sem haldinn verður í Færeyjum þann 7. júní og með bílnum 2-3 kynningarfulltrúa. Einnig stendur Undanförum til boða að fara og taka þátt í sameiginlegri fjallabjörgunaræfingu.
Gróflega er planið svona:
4. júní farið með Herjólfi til Vestmannaeyja og siglt áfram með Sæbjörginni til Færeyja.
6. júní komið að landi í Færeyjum – undirbúningur
7. júní Æfing og sýning.
8. Júní frjáls dagur.
9. Júní Sæbjörgin leggur af stað til Íslands
10. Júní Komið til Hornafjarðar, akstur til Reykjavíkur.
Gisting og matur allan tímann um borð í Sæbjörginni.
Einstakt tækifæri-ef þú hefur áhuga þá sendu póst á hssr@hssr.is
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson