Vinnuseðlar

Þriðjudagskvöldið 16. desember verður byrjað að raða félögum niður á búðir. Mikilvægt er að skila inn vinnuseðlum fyrir þann tíma og eykur það líkurnar verulega á því að mannauðsdeildin geti uppfyllt óskir ykkar um sölustaði ef það er gert. Við vekjum sérstaklega athygli á því að nú er boðið upp á nýjan valkost á vinnuseðlinum sem eru næturvaktir.

Flugeldavinnan gengur annars vel og mánudagskvöldið 15. des var byrjað að setja upp búðina á M6. Athygli félaga er vakin á því að myndavélakerfið á M6 hefur verið elft og aukin gæsla hefur verið sett á húsið. Myndavélar eru ekki aðeins utanhúss heldur eru þær einnig komnar innanhúss.

Í gærkvöldi voru gamlir tímar rifjaðir upp. Eftirbátar ásamt nokkrum ungliðum pökkuðu stjörnuljósatilboðum og var ekki laust við að nokkrir hinna eldri félaga þættust orðnir ungir í annað sinn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson