Jólalalestin á laugardag

Jólalest Coca-Cola hefur verið árlegur viðburður í lífi borgarbúa undanfarin 13 árin og HSSR passar upp á að dæmið gangi án skakkafalla. Tvær leiðir í boði.

Mæting kl. 15 – 10 manns á M6 sem verða á Stuðlahálsi við öryggisgæslu þegar lestin fer af stað og kl. 15.30. Þessir sömu verða svo við öryggisgæslu við Spöngina í stuttu stoppi lestarinnar þar.

Mæting kL. 16.15 – 30 manns mæting á Hlemmtorgi við "Hestinn" í SL klæðnaði, þeir sem eiga en aðrir fá vesti HSSR. Við fylgjum lestinni (sem kemur á Hlemmtorg kl. 16.30) niður Laugaveg alla leið í Lækjargötu. Einn maður við hvert hjól á bíl/vagni sem tryggir að enginn hlaupi í veg fyrir lestina eða verði undir. Þessum hluta líkur um kl 17. Skráning á hssr@hssr.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson