Flugeldavinna að komast á fullan skrið.

Í kvöld þriðjudagskvöld mun milliáralager HSSR verða tekinn fram úr fylgsni sínu og á morgun um kl. 18 munu svo fyrstu nýju vörurnar okkar koma í hús. Rólegt hefur verið yfir flugeldavinnu síðustu daga en þó hafa vaskir einstaklingar verið að störfum. Næstu daga þurfum við því að fá töluvert af fólki í kvöldvinnu.

Vinna hefst kl. 18.00 miðvikudag og fimmtudag en kl. 19 í kvöld.

Mætum öll með bros á vör eins og sölufólkið á myndinni.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson