Flugeldavertíð að hefjast

Á laugardag var tekið til, með STÓRUM téum. Vaskir HSSR-liðar skautuðu á ísilögðu planinu og færðu stórt og smátt dót fram og til baka – í þeim tilgangi að rýma tækjageymsluna, sjá myndir á myndasíðu. Uppátækið var í þágu flugeldanna, en vörur munu koma í hús í kringum 15. þessa mánaðar. Munið að skila inn vinnuseðlunum, sem eiga að hafa borist yður í tölvupósti sl. föstudag.

P.s. All verulega hefur verið flikkað upp á flugeldasölugámana okkar og þeir farnir úr húsi sem nýir, klárir fyrir vertíðina.

—————-
Texti m. mynd: Allir dansa kónga…
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir