Hinn árlegi vorfagnaður HSSR verður haldinn að venju í boði Beltó. Hátíðin verður næstkomandi föstudagkvöld í húsi Sportkafarafélagsins í Nauthólsvík. Stefnt er því að grillið verði orðið heitt kl. 20.00. Gestir koma með steikur og drykki að eigin vali. Sósa og salat í boði Beltó. Af öðrum dagskráliðum ber það hæst að kynnt verður tónlist að hætti Beltó sem er ógleymanleg öllum sem kynnst hafa. Síðan verða aðrir minni háttar liðir s.s. kynning á fyrirhuguðum jökultúr ásamt ótæmandi frægðarsögum úr fyrri túrum. Einnig mun Davíð sýna öllum hvar hann keypti ölið. Gestum er einnig frjálst að koma með önnur óvænt skemmtiatriði og uppákomur. Formlegri dagskrá lýkur upp úr miðnætti og þá hefst óformleg dagskrá. Hvetjum alla félaga að láta ekki þetta happ úr hendi sleppa.
Vorlegar sumarkveðjur, Beltó
—————-
Texti m. mynd: Hvar keypti Davíð ölið?
Höfundur: Einar Daníelsson