Það má segja að áherslumálningarkvöldið hafi fullkomnlega gengið eftir.
Rúmlega tuttugu manns komu að verkum á Hengilssvæðinu í gærkvöldi og voru síðustu menn komnir til baka um kl. 01.00 í nótt.
27 kílómetrar af gönguleiðum voru yfirfarnar, stikur málaðar og réttar við og skipt um þær sem þurfti. Töluvert af hættuskiltum á Nesjavöllum voru máluð auk þess sem skipt var út stikum og þær þéttar bæði á Innstadal og á milli Valsskála og Draugatjarnar.
Þó að ekki skuli hæla neinum sérstaklega verð ég að minnast á aðkomu nýliða 2 að þessu verkefni. Réttur helmingur þáttakenda í gærkvöldi kom úr nýliðahópnum okkar og hefur sá hópur skilað um 60% af þeirri vinnu sem að unnin hefur verið í Hengilsverkefninu 2009. Undanfarar, Tækjahópur, sleðamenn og Dropar áttu þó allir sína fulltrúa í gærkvöldi sem og Eftirbátar sem aldrei láta sig vanta.
Verkefninu er langt í frá lokið. Hafðu samband og fáðu verkefni. hssr@hssr.is
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson