ICE-SAR sveit á heimleið

Nú hefur Íslenska Alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) kvatt Haiti og er lögð af stað heim á leið.

Von er á félögum heim úr erfiðu úthaldi seint á fimmtudagskvöld og munu þau drífa sig heim strax við lendingu.

Birgðahópur mun taka við farmi sveitarinnar og koma honum í flokkun og sendingar til viðkomandi umsjónarhópa og eiganda búnaðar. Reiknað er með að nota tækjageymslu M6 við þá vinnu.

Til hliðar er loftmynd frá flugvellinum í Port a Prince þar sem að björgunarlið víða að úr heiminum hafði aðsetur. Búðir ICE-ASR sem merktar eru inn á myndina voru að hluta skildar eftir, til að þjóna áfram þessum alþjóðlegu tjaldbúðum.

Megi almættið standa með íbúm Haití á erfiðum tímum.

—————-
Texti m. mynd: Frá flugvellinum
Höfundur: Örn Guðmundsson