Alþjóðasveitarhópur á heimleið

Alþjóðasveitin kvaddi Haítí í gær eftir erfiða og krefjandi viku við björgunarstörf á skjálftasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur heim seint í kvöld eða nótt. Búið er að manna alla þætti varðandi móttöku hópsins og frágang á búnaði.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir