Alþjóðasveit á heimleið

Gert er ráð fyrir að Alþjóðsveit komi heim á fimmtudagskvöld eða aðfaranótt föstudags. Það fer vél héðan til að sækja þau og búnað, auk þess sem þessi sama vél fer með hjálpargögn frá Rauða krossinum á Íslandi.

Ekki er vitað hvort eitthvað af búnaðinum okkar verður eftir, en það mun koma í ljós á miðvikudag. Helst hefur verið rætt um að það væri not fyrir tjöld og vatnshreinsibúnað. Jörgen Valdimarsson ásamt stuðningshópnum okkar sjá um móttöku búnaði sveitarinnar og líklegt er að það verði að virkja hluta af tækjageymslu til þurka og ganga frá.

—————-
Texti m. mynd: Hilmar á kaffinu
Höfundur: Haukur Harðarson