Skíðagöngunámskeið

Í dagskrá sveitarinnar var boðað til skíðagöngunámskeiðs mánudaginn 25. janúar.
Það eru mestar líkur á að af því geti ekki orðið vegna snjóleysis, en gert var ráð fyrir að færa námskeiðið aftur um eina viku ef það skyldi snjóa í millitíðinni.
Engu að síður verður haldin smá kennsla um skíðagöngu á Malarhöfða mánudaginn 25. janúar kl. 20:00. Þá mun Árni Tryggvason fræða félaga um gönguskíði og búnað, hvað hentar til þeirra ferða sem við ætlum að fara og síðast en ekki síst, verður tekin góð kennsla í að bera rétt á skíðin. Við verðum með aðstöðu til að bera á og nóg af áburði, þannig að þarna verður kærkomið tækifæri til að gera skíðin vel nothæf fyrir komandi skíðavertíð. Kennslan hentar öllum, hvort sem við erum að nota göngu-, svigskíði eða bretti.
Einbeitum okkur samt að gönguskíðunum þetta kvöldið en kennslan hentar samt öllu sem rennur í snjó og eru félagar hvattir til að nýta aðstöðuna sem við höfum þegar hentar.

Síðara kvöldið sem vonandi verður miðvikudaginn 3. febrúar fáum við svo Daníel Jakobsson, einn allra færasta gönguskíðaþjálfara landsins til að segja okkur rétt til með það hvernig við notum skíðin þegar komið er á snjó.Þá verður farið frá M6 kl. 19 og haldið í nýjan skíðaskála Skíðagöngufélagsins Ulls neðan við Suðurgil í Bláfjöllum. Þar verða svo sporin svo æfð langt fram á kvöld eða þar til allir verða búnir að bæta tækni og færni..

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson