Af augljósum ástæðum verðum við að fresta fyrirhuguðu skíðagöngunámskeiði um óákveðinn tíma.
Samt sem áður stefnum við ótrauð á að halda námskeiðið við fyrsta tækifæri, sem vonandi verður sem allra fyrst.
Þegar þar að kemur, verður hugsanlega boðað til þess með stuttum fyrirvara, þannig að ég bið ykkur um að fylgjast vel með hér á fréttasíðunni þegar útlit verður fyrir að þetta hvíta duft sem er nauðsynlegt til að skíðin renni, fer að hlaðast í fjöllin.
Með einlægri ósk um snjó
Árni Tr.
—————-
Höfundur: Árni Tryggvason