Eftirlit og aðstoð við Fimmvörðuháls næstu daga.

Að beiðni Landsstjórnar er óskað eftir björgunarsveitarfólki til að taka að sé gæsluvaktir á við eldstöðina á Fimmvörðuhálsi og á leiðunum í kring næstu daga. Bæði er um að ræða gæslu á nóttu og degi. Gert er ráð fyrir þremur hópum yfir nóttina en allt að sex hópum yfir daginn. Hver hópur verður ca fjórir menn á einum bíl.

HSSR hefur þegar ökumenn á einn bíl frá fimmtudegi til sunnudags og jafnvel á morgun miðvikudag ef fleira fólk fæst með.
Eingöngu fullgildir félagar geta tekið þátt í þessu verkefni.

Ef þú hefur áhuga á að vera á vaktinni dag, nótt eða lengri tíma sendu þá póst á hssr@hssr.is helst í dag, þriðjudag, og tilgreindu hvenærþú getur tekið þátt.

—————-
Texti m. mynd: Ferðafólk við eldstöðina.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson